Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.6.2015

41. fundur bæjarráðs

41. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 18. júní 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 . Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Már Ingólfur Másson, áheyrnarfulltrúi, V-lista, varamaður, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
15. fundur haldinn 10. júní
Fundargerðin staðfest.
2. 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
11. fundur haldinn 10. júní
Fundargerðin staðfest.
3. 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar
11. fundur haldinn 11. júní
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
4. 1506118 - Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar
Fundur haldinn 9. júní
-liður 2, vísað til framkvæmda- og veitustjórnar.
5. 1505109 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf - Þekkingarnets Suðurlands 2015
7. fundur haldinn 20. maí Skýrsla stjórnar og ársreikningur
Lagt fram.
6. 1501278 - Fundargerðir stjórnar SASS
495. fundur haldinn 5. júní Ársreikningur Minnisblað með ársreikningi
Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
7. 1504009 - Yfirlit yfir útsvar og tekjur úr Jöfnunarsjóði
Yfirlit lagt fram.
8. 1506056 - Gróðursetning skógræktarfélaga og sveitarfélaga vegna 35 ára afmælis forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
9. 1502134 - Beiðni Sláturfélags Suðurlands um kaup á lóðarspildum í landi Fossness
Farið var yfir stöðu málsins. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.
10. 1502082 - Lóðarumsókn Stangaveiðifélags Selfoss undir starfsemi félagsins
Lagt var fram lóðablað. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar sem fer með úthlutun lóða.
11. 1506145 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um tækifærisleyfisumsókn - Rauða húsið með Jónsmessuball í gamla Gónhól
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
Erindi til kynningar
12. 1412060 - Úrskurður Innanríkisráðuneytisins, dags. 5. júní 2015, í stjórnsýslumáli nr. IRR1405024, kæra vegna framkvæmda Sveitarfélagsins Árborgar.
Lagt fram.
13. 1502145 - Styrktarsjóður EBÍ 2015, tilkynning um úthlutun
Bæjarráð þakkar styrkveitingu til gerðar upplýsingaskiltis við Þuríðarbúð.
14. 1506076 - Starfsemi fiskmarkaða á Íslandi, erindi Reiknistofu fiskmarkaða hf
Lagt fram.
15. 1506144 - Samband íslenskra sveitarfélaga 70 ára
Lagt var fram yfirlit um stofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson
Már Ingólfur Másson Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica