Frístundaakstur

image_pdfimage_print

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg

Frístundaakstur hefst innan Sveitarfélagsins Árborgar mánudaginn 3. september nk. í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf.  Frístundabíllinn mun aka alla virka daga frá c.a. kl. 13:00 – 15:30 og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og fyrsta árið mun sveitarfélagið ekki innheimta neitt gjald í bílinn. Ekki verður neinn starfsmaður í frístundabílnum en foreldrar eru hvattir til að fara fyrstu ferðina með börnunum sínum til að kenna þeim á aðstæður. 

Þar sem um tilraunaverkefni er að ræða þá eru allar ábendingar vel þegnar en hægt er að senda þær ásamt fyrirspurnum á netfangið bragi@arborg.is eða hafa samband í síma 480-1900. 

Frístundabíllinn keyrir frá 3. september til og með 21. desember samkvæmt tímatöflu og er ekið alla virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða aðra starfsdaga.

Um er að ræða tvær akstursleiðir:

Leið 1: Innanbæjar á Selfossi

Leið 2: Eyrarbakka – Stokkseyri – Selfoss

Ný tímatafla tekur gildi 5.nóv. 2018: Frístundabíll Sveitarfélagið Árborg – tímatafla frá 5.nóv´18

Hægt er að sjá báðar akstursleiðirnar á sérstöku korti: Frístundabíll – akstursleiðir á korti

  • Inn á kortinu er hægt að sjá leið 1 og 2 sérstaklega ásamt því að smella á hverja stoppistöð og sjá brottfarartíma.

Tímatöflur