Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september
Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.
Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu ætlar sveitarfélagið í samstarfi við Sundhöll Selfoss og Íþróttasamband Íslands að bjóða upp á frían Zumba tíma í Sundhöll Selfoss, 27. september kl. 15 - 16.
Öllum er velkomið að taka þátt og frítt er í tímann en greiða þarf fyrir aðgang í sund. Við vekjum athygli á að frítt er inn í sundlaugar Árborgar fyrir börn undir 18 ára aldri, sem búsett eru í Árborg.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Hér má sjá allt um Íþróttavikuna
Myllumerki verkekfnisins er #BEACTIVE