Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

  • 23.9.2025 - 30.9.2025, Sundhöll Selfoss

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu ætlar sveitarfélagið í samstarfi við Sundhöll Selfoss og Íþróttasamband Íslands að bjóða upp á frían Zumba tíma í Sundhöll Selfoss, 27. september kl. 15 - 16. 

Öllum er velkomið að taka þátt og frítt er í tímann en greiða þarf fyrir aðgang í sund. Við vekjum athygli á að frítt er inn í sundlaugar Árborgar fyrir börn undir 18 ára aldri, sem búsett eru í Árborg.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. 

Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Hér má sjá allt um Íþróttavikuna 

Myllumerki verkekfnisins er #BEACTIVE


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica