Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss
Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Fjölmargir myndlistar- og hönnunaráfangar eru kenndir við skólann. Svokallaðir grunnáfangar eru kenndir hverja önn en aðrir fjórðu hverju önn. Áfanginn sem þessi verk eru unnin í kallast Módernismi og listastefnur og er kenndur fjórðu hverju önn, nú síðast á vorönn 2025.
Það fylgir öllum framhaldsáföngum myndlistar að halda sýningu í opinberu rými, enda ákveðið nám sem felst í sýningarundirbúningi. Að auki þurfa nemendur að skila greinargerð með hverju fullloknu verki þar sem þeir íhuga og rökstyðja í máli og myndum nálgun, stíl, aðferð, myndbyggingu og innihald svo eitthvað sé nefnt. Kennari áfangans var Ágústa Ragnarsdóttir.
Verk úr fjórum verkhlutum áfangans eru til sýnis. Það eru annars vegar raunsæjar kyrralífsblýantsteikningar og hins vegar kúbískar kyrralífspastelmyndir, bráðskemmtilegar andstæður með skyldu mótífi. Þá er það portrett þar sem nemendur sjálfir völdu stíl og aðferð með tilliti til tímabilsins sem um er fjallað og loks fantasíur þar sem áherslan var á hugmyndafræðina og minni sótt að einhverju leiti í hið minnsta tvo stíla frá móderníska tímabilinu. Niðurstaðan er afar fjölbreytt og forvitnileg sýning þar sem fjölmörg falleg og áhugaverð verk eru til sýnis.
Sýningin var sett upp í Sundhöll Selfoss þannn 17. september til og verður uppi til og með 14. október. Við hvetjum ykkur öll til að berja þessa metnaðarfullu sýningu augum.