Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði
Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október
Notalegar samverustundir þar sem allir mæta með sinn eigin pappír og vatnsliti. Stundum er ákveðið þema en alltaf er frjálst að mála það sem hver og einn vill. Í október verður einnig boðið upp á leiðbeiningar á staðnum.
Heitt á könnunni!
Vatnslitir eru léttir, gagnsæir og gefa einstaka möguleika til að leika sér með ljós og lit.
Komdu og taktu þátt!