Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar

  • 12.6.2021, 13:00 - 17:00, Sveitarfélagið Árborg

Formleg opnun Vitaleiðarinnar verður við samkomuhúsið Stað á Eyrarbakka kl 13.00

Opnunarhátíðin verður á laugardaginn næsta, 12. júní kl 13.00 við Stað á Eyrarbakka

Við hátíðina verða flutt ávörp, tónlistaratriði og bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss klippa á borða og þannig opna formlega Vitaleiðina.

Hátíðardagskrá á Stað, Eyrarbakka
13:00 Ávarp | Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands
13:05 Tónlistaratriði | Jón Óskar Erlendsson og dætur hans Eva Þórey og Ásdís Karen
13:10 Ávarp | Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar
13:20 Tónlistaratriði | Jón Óskar Erlendsson og dætur hans Eva Þórey og Ásdís Karen
13:25 Ávarp | Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélags Árborgar
13:35 Klippt á borða | Árborg og Ölfus
13:40 Léttar kaffiveitingar 

Vitaleiðin er tæplega 45 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri. Vitaleiðin bíður upp á fjölbreytta ferðamáta meðfram strandlínunni, heimsóknir inn í þrjú þorp og þrjá vita.

Fólk er hvatt til að nýta fjölbreytta ferðamáta styttri eða lengri leið á Vitaleiðinni t.d. frá Knarrarósvita eða Selvogi.

Það verða fjölbreyttir viðburðir í gangi fyrir alla fjölskylduna og bjóða sveitarfélögin frítt í sund á Stokkseyri og Þorlákshöfn. Byggðasafn Árnesinga bíður gestum frítt inn og leiðsögn um safnið. Eftir formlega opnun verður Davíð Art með Listasmiðju fyrir börn á Stað.

Minnum einnig á frisbígolfvellina á Stokkseyri og Eyrarbakka, ærslabelgina, ströndina og skógræktarsvæðin.

Dagskráin við Vitaleiðina | Laugadagur 12. júní

Selvogur

Selvogsviti
Pylsuvagninn í Selvogi | Tilboðsdagur við pylsuvagninn

Þorlákshöfn

Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn | Frítt í sund | Opið kl. 10:00 - 16:00
Black Beach Tours | 20 % afsláttur með kóðanum Vitaleið21 | Opið alla helgina
Café Sól | Opið kl. 10:00 - 16:00
Skálinn Þorlákshöfn | Opið alla helgina

Hafnarnesviti

Opið kl. 14:00 - 16:00 | Listaverkagerð barna

Eyrarbakki

Formleg opnun Vitaleiðarinnar við Stað kl. 13:00
Rauða Húsið | Tilboð alla helgina | Opið kl. 12:00 - 21:00
Kjallarinn Bar + Algjört Nammi = Nammi Bar | Opið kl. 15:00 - 18:00
Konubókastofa | Upplestur höfunda | Opið kl. 13:00 - 15:00
Byggðasafn Árnesinga | Frítt inn og leiðsögn | Opið kl. 11:00 - 18:00
Staður | Listasmiðja fyrir börn með Davíð Art | Kl. 14:00 - 16:00
Verslunin Bakkinn | Opið alla daga kl. 10:00 - 19:00

Stokkseyri

Fjöruborðið | Opið alla daga í sumar frá kl. 12:00
Gallerý Gimli | Opið kl. 13:00 - 18:00 | Alltaf heitt á könnunni
Skálinn Stokkseyri | Tilboð á ís í brauðformi
Sundlaug Stokkseyrar | Frítt í sund | Opið kl. 10:00 - 17:00
Menningarverstöðin Stokkseyri | Sýning Elfars Guðna | Opið kl. 14:00 - 18:00
Kayakferðir Stokkseyri | Opið alla daga kl. 10:00 - 17:00 | Bókanir á www.kajak.is

Knarrarósviti

Opið kl. 14:00 - 16:00 | Í samstarfi við Vitafélagið - Kira Kira Strandverðir sálarinnar, tónlistarinnsetning
Rjómabúið Baugsstöðum | Opið kl. 14:00 - 16:00

Myndahappadrætti á Instagram

Taktu 3 myndir á þremur mismunandi stöðum á Vitaleiðinni og merktu með #Vitaleiðin og #UpplifðuSuðurland og þú kemst í pottinn – Skemmtilegir vinningar í boði.

  • Eyrarbakki_skilti
  • Knarrarosviti_skilti
  • Vitaleid_skilti

Allir velkomnir!


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica