Örnámskeið – Gelprent
Þriðjudaginn 28. október kl. 18–20 verður örnámskeið hjá Myndlistarfélaginu þar sem við prófum gelprent.
Gelprentun er skapandi og óútreiknanleg aðferð þar sem litir og form raðast á óvæntan hátt og hver prentun verður einstök.
Leiðbeinendur verða á staðnum og allir eru hvattir til að mæta og prófa þessa skemmtilegu tækni.
Notaleg stund á vinnustofunni og allir velkomnir!



