Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Samlestur á Skilaboðaskjóðunni

  • 15.11.2025, Litla Leikhúsið
  • 16.11.2025, Litla Leikhúsið

Við hjá Leikfélagi Selfoss bjóðum öll 15 ára og eldri, hjartanlega velkomin á samlestur og leiksmiðju í sambandi við Skilaboðaskjóðuna sem verður sett upp eftir áramót.

Hvort sem þig langar til að stíga á svið sem leikari, taka þátt í tónlistarflutningi eða taka þátt í starfi á bak við tjöldin við búninga, ljós, hljóð, leikmynd, miðasölu eða markaðssetningu þá er þetta frábært tækifæri til að taka þátt í skapandi ferli og læra eitthvað nýtt.

Leikstjóri sýningarinnar verður Gunnar Ingi Gunnsteinsson leikari og leikstjóri. Gunnar hefur tekið þátt í og leikstýrt fjölda sýninga og nú síðast Kardimommubænum hjá Leikfélagi Keflavíkur og Ávaxtakörfunni hjá Leikfélagi Hveragerðis.

Við verðum með dagskrá í Litla leikhúsinu við Sigtún helgina 15. og 16. nóvember:

Laugardaginn 15. nóv – Kl. 11:00-15:00
Sunnudaginn 16. nóv – Kl. 11:00-15:00

Ef þú hefur áhuga á að vera með en kemst ekki þessa helgi þá endilega láttu okkur vita á leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is. En við hvetjum alla til þess að mæta á samlestur til að kynnast verkinu og hvort öðru.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Viðburður á Facebook


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica