Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumar á Selfossi | 2024

  • 7.8.2024 - 11.8.2024, Selfoss

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er haldin árlega aðra helgina í ágúst. Stærsta bæjarhátíðin á Suðurlandi með fjölbreytta dagskrá fyrir alla!

Dagskrá | Sumar á Selfossi dagana 7. - 11. ágúst 2024

Miðvikudagur 7. ágúst

Skreytum bæinn

Íbúar Árborgar skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár
og vonumst við til að hún haldi áfram að aukast.
Hvaða gata mun hljóta nafnbótina, Skemmtilegasta gatan og hver mun vinna best skreytta húsið?

Litaskipulag - Hverfaskipting | Sumar á Selfossi

Fimmtudagur 8. ágúst

18:30 Jón Jónsson
Einn vinsælasti tónlistamaður Íslands mun halda fjölskyldutónleika í tjaldinu í Sigtúnsgarðinum.

Jon-Jonsson_1722522153082

19:30 Grill og Sprell í Sigtúnsgarðinum
Knattspyrnudeild Selfoss ætlar að selja eðal hamborgara á meðan tónleikum stendur og þangað til fólk er orðið mett. Eftir tónleika mæta BMX Bros á svæðið ásamt Sprell leiktækjum og tívólí.

21:00 Quiz með þeim Má og Leifi í miðbæ Selfoss
Kahoot spurningarkeppni verður haldin í miðbænum. Láttu þig ekki vanta!

22:00 Samsöngur með Guðrúnu Árnýju
Guðrún Árný mun halda uppi stuðinu með úti samsöng í miðbæ Selfoss

Föstudagur 9. ágúst

14:00 Olísmótið í knattspyrnu
Hið stórglæsilega mót knattspyrnudeildar Selfoss og Olís, Meistaradeild Olís í kattspyrnu, hefst kl 14:00 á Jáverkvellinum. Þar munu leikmenn 5. fl. karla etja kappi og munu verðandi landsliðsmenn í knattspyrnu láta ljós sitt skína. Mætið og styðjið ykkar lið til sigurs! Fylgjast má með mótinu á OlísMótið 2024.

20:00 Stuðlabandið ásamt gestum
Stórtónleikar með Stuðlabandinu þar sem okkar ástkæra Jóhanna Guðrún og hinn magnaði Sverrir Bergmann munu troða upp með þeim. Tryggðu þér miða á þessa glæsilegu tónleika.

Johanna-sverrirbergmann2-fb

Laugardagur 10. ágúst

09:00 Olísmótið Olísmótið heldur áfram
Mætum og hvetjum okkar lið til sigurs.

11:30 Brúarhlaupið 2024
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal íbúa Árborgar. Hlaupið er orðið stór partur af hátíðinni Sumar á Selfossi og hvetjum við sem flesta til að taka þátt, unga sem aldna.

13:00 Skemmtigarðurinn opnar
Skemmtigarðurinn opnar í Sigtúnsgarðinum. Fjölbreytileg skemmtun í boði fyrir alla.

13:00 Handverksmarkaður á hátíðarsvæði
Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

14:00 Barnadagskrá á útisviði
Árni Beinteinn og Sylvía Erla úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Bestu lög barnanna mæta eldhress á svæðið og taka vel valin skemmtileg lög sem fá alla í stuð. Frábær skemmtun til þess að keyra upp stemninguna, syngja og dansa með!

Fyrir-barnadagskra-1-

14:45 Töframaðurinn Daníel Örn
Töfamaðurinn Daníel Örn mun leika listir sínar og verður spennandi að sjá hvað hann gerir.

Daniel-Orn

15:00 Menningargangan "Göngum um Selfoss"
Menningargangan í ár sú fjórtánda sem verður farin á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi 2024, laugardaginn 10. ágúst. Gangan hefst klukkan 15.00 á Sýslumannstúninu.
Gengið verður austur Hrísholt undir leiðsögn Kolbrúnar Svavarsdóttur, yfir í Merkilandið þar sem Ólafur Sigurðsson tekur við leiðsögninni og leiðir hópinn svo yfir í Mjólkurbúshverfið þar sem verður farið yfir sögu húsanna.
Allir velkomnir og í enda göngunnar verður líkt og áður boðið upp á kaffi og kleinur. Göngustjóri verður eins og í öllum Menningargöngum hingað til, upphafsmaður þeirra Kjartan Björnsson rakari og formaður Menningarnefndar Árborgar.

17:00 Götugrill og garðagleði
Íbúar Árborgar sýna öllum hvað sé mikil samstaða í þeirra götu. Íbúar hittast og grilla og gera sér glaðan dag og hópast síðan allir saman í skrúðgöngum í bæjargarðinn og syngja af lífs og sálarkröftum á sléttusöngnum.

21:45 Hátíðarávarp
Hátíðarávarp fulltrúa sveitarfélagsins verður áður en sléttusöngur hefst.

22:00 Sléttusöngur
Árborgarinn Magnús Kjartan Eyjólfsson, heitasti trúbador landsins um þessar mundir, mun af sinni einstöku snilld leiða fjölmennasta kór Suðurlands í sléttusöngnum í Sigtúnsgarðinum.
Íbúar hverfanna eru hvattir til að streyma tímanlega saman í Sigtúnsgarðinn. Veitt verða verðlaun fyrir skemmtilegustu götu Selfoss, sem mun hljóta þá nafnbót næsta árið. Hvaða gata verður það?

23:30 Stuðlabandið í Sigtúnsgarðinum
Hið sjóðandi heita band, Stuðlabandið, mun sjá um að halda gleðinni áfram í Hvítatjaldinu Sigtúnsgarðinum fram á rauða nótt. Ekki hægt að biðja um það betra. Tryggðu þér miða!

Studlabandid-01

Sunnudagur 11. ágúst

09:00 Olísmótið hefst
Úrslitaleiki í Olísmótinu fara fram. Mættu og sjáðu góða og upprennandi knattspyrnudrengi leika listir sínar.

09:00 Sprett-þríþraut
Vertu með í sprett-þríþrautakeppni sem haldin er á Selfossi. Keppni hefst kl 9:20 sunnudaginn 11. ágúst.
Þríþraut snýst um að synda, hjóla og hlaupa eins hratt og þú getur. Keppnin hefst á 750 metra sundi í Sundhöll Selfoss því næst eru hjólaðir 18 km um Selfoss og nágrenni og endar keppnin á 5 km hlaupi.

14:00 Fjölskyldu Pub Quiz
Fjölskyldu Pub Quiz á Brúartorgi

15:00 Fjölskyldubíó í Selfossbíó
Ljúkum þessari frábæru helgi með því að fara með alla fjölskylduna í Selfossbíó.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

16.12.2025 Litla Leikhúsið Jólakvöld Leikfélags Selfoss

Hið árlega Jólakvöld Leikfélags Selfoss verður haldið þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 í Litla Leikhúsinu við Sigtún.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica