Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sundsýning á Bókasafni Árborgar Selfossi

  • 15.10.2025 - 29.10.2025, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Þann 15.- og 29. okt verður farið yfir fyrstu ár Sunddeildar Umf. Selfoss og frumherja deildarinnar minnst.

Sundsýning verður á Bókasafni Árborgar Selfossi dagana 15.- og 29.- október frá kl. 16 - 18 báða daga.

Dagana 15. og 29. október mun minjanefnd Ungmennafélags Selfoss standa fyrir viðburðum í Bókasafni Árborgar á Selfossi þar sem farið verður yfir sögu sunddeildar Selfoss.

Miðvikudaginn 15. október verður farið yfir fyrstu ár Sunddeildar Umf. Selfoss, frumherja minnst og þess hvað bygging sundhallarinnar breytti miklu. Gestir verða m.a. sunddrottingarnar Ingunn Guðmundsdóttir, Katla Leósdóttir, Þuríður Jónsdóttir, systurnar Andrea og Ásrún Jónsdætur og Jón B. Stefánsson.

Miðvikudaginn 29. október mætir svo Magnús Tryggvason, sundþjálfari, til leiks en hann hefur farið á fjölda móta erlendis og lýst sundkeppnum í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna.

Þann 15. október opnar sömuleiðis sögusýning í Sundhöll Selfoss sem segir frá starfi deildarinnar og mun standa til 8. nóvember.

Allir velkomnir, veitingar frá GK bakaríi.
Minjanefnd Umf. Selfoss


Viðburðadagatal

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 2.11.2025 Sveitarfélagið Árborg Menningarmánuðurinn október

Dagskrá menningarmánaðar í heild sinni 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica