Tónlistarskóli Árnesinga 70 ára – stórtónleikar á Laugarvatni
Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust. Í tilefni þessara tímamóta verða haldnir afmælis-hátíðartónleikar þann 15. nóvember kl. 14:00, í íþróttahúsinu á Laugarvatni.
Á tónleikunum leiða saman hesta sína nemendur úr öllum hljóðfæra- og söngdeildum skólans og koma m.a. fram nær allar hljómsveitir og samspilshópar skólans. Gestir tónleikanna eru leikskólabörn úr Uppsveitum (Reykholt, Flúðir, Brautarholt) og má því reikna með að flytjendur í þessu ævintýri okkar verði vel yfir 200 talsins.
Dagskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Í verkefnavali er m.a. horft til tónskálda, útsetjara og hljómsveita úr Árnessýslu, auk þess sem tónbókmenntir hljóðfæranna fá að njóta sín.
Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar og vonumst til að sjá sem flesta!
Starfsfólk Tónlistarskólans




