Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2025
Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2025 er nú lokið. Álagningarseðlar verða aðgengilegir á island.is. Álagningaseðlar verða ekki sendir í bréfpósti.
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Árborg. Fasteignamat er reiknað af HMS á hverju ári.
- Fasteignaskattur á íbúðahúsnæði verður 0,48% af heildar fasteignamati
- Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verður 1,65% af heildar fasteignamati
- Almenn lóðaleiga er 1,0% af fasteignamati lóðar
Frekari upplýsingar um vatns- og fráveitugjald ásamt sorphirðugjöldum
Gjalddagar fasteignagjalda verða 11 eins og árið 2024, frá 1. febrúar - 1. desember.
Breytingar voru gerðar á reglum um afslátt af fasteignaskatti
Við vekjum athygli á að það geta liðið allt að 2 sólahringar þar til álagningaseðlar birtast á island.is.