Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2026
Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2026 er nú lokið. Álagningarseðlar verða aðgengilegir á island.is undir „Mínar síður“ seint í dag eða á morgun 30 janúar.
Kröfur vegna fasteignagjalda birtast í netbanka greiðanda.
Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Árborg. Fasteignamat er reiknað af HMS á hverju ári.
- Fasteignaskattur á íbúðahúsnæði verður 0,44% af heildar fasteignamati
- Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verður 1,63% af heildar fasteignamati
- Almenn lóðaleiga er 1,0% af fasteignamati lóðar
Frekari upplýsingar um vatns- og fráveitugjald ásamt sorphirðugjöldum
Gjalddagar fasteignagjalda verða 11 eins og árið 2025, frá 1. febrúar – 1. desember.
Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2024. Þegar álagning vegna tekna ársins 2025 liggur fyrir, eða í júní 2026, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verður þá send út tilkynning á vefsíðu Árborgar.
Athugið að ekki þarf sérstaklega að sækja um afslátt, upplýsingar um þá sem eiga rétt á afslætti koma til Árborgar í gegnum álagningarkerfi HMS frá Ríkisskattstjóra.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum
Við vekjum athygli á að það geta liðið allt að tveir sólarhringar þar til álagningaseðlar birtast á island.is.

