Allir með | samstarfsverkefni íþrótthreyfingarinnar
Íþróttafélagið Suðri í samstarfi við UMFS fer af stað með íþróttafjör fyrir fötluð börn á grunnskólaaldri.
Sunnudaginn 14. janúar 2024 klukkan 12:30, í íþróttahúsinu Baulu Sunnulækjarskóla, mun Íþróttafélagið Suðri í samstarfi við UMFS fara af stað með verkefnið Allir með
Verkefnið er liður í 3 ára átaki ÍSÍ, UMFÍ og ÍF um að öll fötluð börn fái tækifæri til að iðka íþróttir í sínu nærumhverfi í samræmi við sínar og óskir og þarfir með viðeigandi stuðningi.
Markmið Allir með | Farsælt samfélag fyrir alla - brúum bilið
- Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna
- Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
- Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap
Skráning er hafin á netfangið gauksrimi10@simnet.is