Dreifing á nýrru tunnu undir plast
Nú flokkum við í fjórar tunnur við heimilin í Sveitarfélaginu Árborg.
Íslenska gámafélagið hefur hafið dreifingu á nýrri tunnu við heimili í Árborg
Byrjað var á heimilum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Í þessari viku er svo dreift á heimili á Selfossi. Tunnum verður ekki dreift strax í dreifbýlið og fjölbýlishús fá núverandi tunnur endurmerktar.
Nýja tunnan er fyrir plastúrgang og mun því í kjölfarið þurfa að flokka í sérílát annarsvegar plast og hinsvegar pappa/pappír í bláu tunnuna.
Allar upplýsingar um þessar breytingar og næstu skref íbúa er að finna á vefsíðu Árborgar og má þar einnig finna upptöku af íbúafundi sem haldinn var á Selfossi 7. mars síðastliðinn þar sem breytingarnar voru vel kynntar.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar í þjónustuveri Árborgar í síma 480 1900
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar