Einu sinni á ágústkvöldi
Rómantískur ágústmánuður á Bókasafni Árborgar
Ágúst er helgaður ástinni á Bókasafni Árborgar. Sem mótvægi við hinn hræðilega "Janoir" glæpasagnamánuð á bókasafninu hafa bókaverðir sett upp ágústmánuð ástarinnar eða "Einu sinni á ágústkvöldi".
Dagskráin er fjölbreytt, metnaðarfull og fyrir alla aldurshópa. Snjólaug Bragadóttir, Birgitta H. Halldórsdóttir, Tufti Pilkington og Gunnar Helgason. Ást í múmíndag og ljóðaást Völu Hauksdóttur og Arndísar Tyrfingsdóttur. Þetta er bara örlítið brot af því stórkostlega sem er í boði á bókasöfnunum okkar, allt í boði Bókasafnssjóðs.
Hér má sjá alla dagskránna: Einu sinni á ágústkvöldi | Viðburðadagatal | Sveitarfélagið Árborg