Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis
Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.
Öll þrjú fyrirtækin gáfu Vinaminni starfrænan myndaramma, sem gerir starfsfólki kleift að sýna fallegar myndir úr starfinu sem hefur glatt þjónustunotendur mikið.
Árblik var gefið rakatæki sem nýtist vel í að bæta loftgæði og skapa þægilegra umhverfi fyrir þjónustunotendur og starfsfólk.
BR flutningar bættu um betur og gáfu báðum stöðunum keilusett, sem nýtist til hreyfingar, leikja og samveru.
