Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


19. mars 2020

Heilsueflandi möguleikar í Sveitarfélaginu Árborg

Nú þegar samkomubann er í gildi og dagleg rútína fer úr skorðum er mikilvægt að huga vel að heilsunni, hvort sem um er að ræða andlega eða líkamlega. Mikilvægt að sofa vel, nærast reglulega, hreyfa sig og gleyma ekki andlega þættinum. 

Hér að neðan má sjá ýmsa heilsueflandi möguleika í Sveitarfélaginu Árborg sem íbúum og gestum standa til boða. Margir endurgjaldslausir en sumir gegn gjaldi. Fólk er minnt á almenna skynsemi í takti við ráðleggingar almannavarna um nánd við aðra og ef þú ert með flensueinkenni.

Sundlaugar Árborgar
Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri eru opnar með þeim takmörkunum sem almannavarnir hafa ráðlagt. Allar laugar eru opnar en lokað er í sauna, eimbað og rennibraut. Nánari upplýsingar á heimasíðu Árborgar https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/sundlaugar/

Bókasöfn Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri
Frá og með föstudeginum 20.mars verður bókasafnið á Selfossi opið alla virka daga frá kl. 10:00 – 18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 – 14:00. Bókasafnið á Eyrarbakka er opið þri. og fim. kl. 16:00 – 18:00 og mið. kl. 19:00 - 21:00. Bókasafnið á Stokkseyri er opið á mán. og fim. Kl. 16:00 – 18:00 og þri. kl. 19:00 – 21:00. Fyrir þá sem eru fastir heima vegna sóttkví eða veikinda verður boðið upp á heimsendingu á bókum frá og með mánudeginum 23.mars. Nánari upplýsingar verða á heimsíðu og facebooksíðu bókasafnanna, http://bokasafn.arborg.is/.

GOS höllin á Svarfhólsvelli
Opið er fyrir almenning og félagsmenn í nýju GOS höllina þar sem hægt er að nýta æfingaaðstöðu og golfhermi innandyra. Notendur þurfa að mæta með sína eigin kylfur og golfbolta. Farið er eftir viðmiðum almannavarna og verða allir notendur að fylgja þeim. Nánar á https://gosgolf.is/.

Skíðagöngubraut á Svarfhólsvelli
Skíðagöngubrautin á golfvellinum verður opin eins og veður leyfir og þurfa notendur aðeins að koma með sinn eigin búnað.

Göngustígar í sveitarfélaginu
Reynt er að halda öllum göngustígum í sveitarfélaginu opnum þrátt fyrir mikla snjókomu sl. viku. Frábær leið til útiveru að fara í góðan göngutúr, hlaupa eða hjóla. Gönguferð í Hellisskóg eða fjöruferð er líka skemmtileg leið til útiveru fyrir alla fjölskylduna. 

Hlaupabraut og gervigrasvöllur á Selfossvelli
Búið er að opna eina braut á frjálsíþróttavellinum sem öllum er frjálst að nýta til að ganga eða hlaupa. Stóri gervigrasvöllurinn er opin en einstaklingar beðnir um að sýna ábyrgð varðandi fjölda og nánd.

Frískir Flóamenn
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn halda úti æfingum þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og á laugardögum kl. 10:00. Hópurinn hittist við Sundhöll Selfoss og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar á facebooksíðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/135968469810840/

Crossfit Selfoss, Eyrarvegi 33
Eru með opið í líkamræktarstöðinni með takmörkunum samkvæmt viðmiðum almannavarna. Crossfit tímar hefjast aftur mánudaginn 23.mars. Bjóða einnig upp á heimaæfingar fyrir viðskiptavini. Nánari upplýsingar á heimasíðunni, https://www.crossfitselfoss.is/.

Kraftbrennzlan, Gagnheiði 67, Selfossi
Líkamsræktarstöðin er opin með takmörkunum samkvæmt viðmiðum almannavarna. Boðið er upp á æfingatíma á flestum tímum dagsins en nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Kraftbrennzlunnar, https://www.facebook.com/Kraftbrennzlan/.

Yoga sálir, Eyravegur 38, Selfossi
Eru með opna yogatíma í gangi en takmarka fjölda í tíma og einstaklingar með flensueinkenni eru vinsamlegast beðnir um að taka frekar þátt í tímum gegnum facebooksiðuna. Bjóða upp á opna yoga tíma í gegnum facebooksíðuna, https://www.facebook.com/yogasalir/.

World Class Selfossi
Líkamræktarstöðin er opin ásamt hóptímum en með takmörkunum samkvæmt viðmiðum almannavarna. Nánar upplýsingar á heimasíðu World Class. https://worldclass.is/

PDF útgáfa:  Heilsueflandi-moguleikar-i-Sveitarfelaginu-Arborg-i-samkomubanni

Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg    20200319_132921


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Akcja czytania

Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Lestar­á­takið Tími til að lesa: Stefna að nýju heims­meti í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica