Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Hreyfivikan á Íslandi 25. - 31.maí

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verkefninu "Hreyfivika" dagana 25. - 31. maí nk. og er Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag þátttakandi í verkefninu. 

Sveitarfélagið Árborg hvetur íbúa til aukinnar hreyfingar í tengslum við verkefnið "Hreyfivika" sem fram fer þessa vikuna. Nokkrir viðburðir verða í gangi en viljum líka benda á öll þau útivistarsvæði sem eru í sveitarfélaginu og nærumhverfinu. Má þar nefna Hellisskóg, strandlengjuna við Eyrarbakka og Stokkseyri, Fjörustígin milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, Fuglafriðlandið og almenna göngustíga innan hvers byggðarkjarna. Ótrúlega auðvelt að fara út í hjóla- eða göngutúr með alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar um hreyfivikuna má finna hér: https://iceland.moveweek.eu/

Ungmennafélag Íslands hefur útbúið sérstakt hreyfibingó og æfingahring sem hægt er að nálgast hér að neðan og prenta út:
Hreysti-i-Hreyfiviku-UMFI-2020
Hreyfibingo-i-hreyfiviku-25-31.mai-2020

 Í vikunni er áhugsömum bent á skipulagða hlaupatíma Frískra flóamanna þar sem hlaupið er frá Sundhöll Selfoss kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 10:00 á laugardögum. Nánar hér: https://www.facebook.com/groups/135968469810840/

Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir reglulegum miðvikudagsgöngum og mið. 27. maí er farið frá Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 19:30. Þennan miðvikudag er farið að Ölfusborgum og gengið þar upp og niður Stórukonugil. Gangan tekur um 1 - 1,5 klst. og tekur aðeins á fótinn.  Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/1614278135388446/

 Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica