Hvernig lítur Stekkjaskóli út á næsta skólaári?
Nú eru komnar myndir af skólalóð Stekkjaskóla og færanlegu kennslustofueiningunum sem verða notaðar á næsta skólaári.
Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, a.m.k eru skólastjórnendur ánægðir með verðandi húsnæði, öll leiktækin og boltagerðið sem mun nýtast vel í skóla- og frístundastarfi. Vel hefur gengið að ráða kennara og annað starfsfólk.
Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, munu kynna undirbúningsvinnuna á fundi fræðslunefndar í dag, miðvikudaginn 21. apríl.