Íþrótta- og frístundastefna Sveitarfélagsins Árborgar 2021-2025
Frístunda- og menningarnefnd samþykkti í vor nýja íþrótta- og frístundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar 2021-2025.
Frístunda- og menningarnefnd átti gott samstarfi við íþrótta- og frístundafélög i sveitarfélaginu við vinnu stefnunnar. Haldnir voru vinnufundir og félögin fengu stefnuna til umsagnar til að geta komið með sínar ábendingar í vinnuferlinu áður en hún var samþykkt. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem tóku þátt í vinnu við stefnuna og voru tilbúnir að leggja tíma sinn í að skerpa á framtíðarsýn sveitarfélagsins í þessum málaflokki.
Stefnunni er skipt upp í sex flokka og undir hverjum flokki eru lögð fram markmið og aðgerðir. Flokkarnir eru:
- Almennt um íþróttir og frístundir
- Íþrótta- og frístundafélög
- Afreksstarf
- Frístundir
- Lýðheilsa og útivist
- Forvarnir, jafnrétti og siðamál
Hægt er að skoða stefnuna hér að neðan: