Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

KYNNING Á FRAMKVÆMDUM VIÐ AUSTURVEG - RAUÐHOLT

Sveitarfélagið Árborg hefur samþykkt að fara í framkvæmdir við Austurveg milli Langholts og Rauðholts á Selfossi. Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.

Einnig er um að ræða endurgerð á hluta af götunni Rauðholti á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, malbikun hennar, gerð gangstétta og hjólastíga, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra.

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við verkið 27. apríl 2020.

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.

Áfangi 1: Þverun lagna hitaveitu, fráveitu, vatnsveitu, jarðvegsskipti götu og lagningu ídráttarröra yfir Austurveg við Rauðholt. Áfangi 1 hjáleiðir og merkingar

Áfangi 2: Við Rauðholt verða framkvæmdar jarðvegsskipti götu, malbikun hennar, gerð gangstétta og hjólastíga, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra. Áfangi 2 hjáleiðir og merkingar

Áfangi 3: Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.  Áfangi 3 hjáleiðir og merkingar

Loka þarf fyrir umferð á Austurveginum að hluta til í ákveðinn tíma, en hjáleiðir verða settar upp og merktar með skiltum. Framkvæmdirnar eru einnig kynntar á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar með fyrirhuguðum hjáleiðum.

Ef íbúar óska eftir frekari upplýsingum vegna framkvæmdanna er þeim vinsamlega bent á að hafa samband við eftirlitsaðila verkkaupa Jóhann Ágústsson í gegnum tölvupóst, johann.agustsson@gmail.com eða í síma 861-5605.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica