Lóðir til úthlutunar á Selfossi
Árborg auglýsir til úthlutunar nýjar lóðir í I og II áfanga í landi Bjarkar á Selfossi
Íbúðarlóðir í fyrsta áfanga Björkustykkis
Um er að ræða 4 einbýlishúsalóðir, 2 parhúsalóðir, 4 raðhúsalóðir og 3 fjórbýlishúsalóðir.
Áætluð afhending er 20. júlí 2021
Íbúðarlóðir í öðrum áfanga Björkustykkis
Um er að ræða 24 einbýlishúsalóðir, 12 parhúsalóðir og 4 raðhúsalóðir.
Áætluð afhending er 15. september 2021
- Deiliskipulag í landi Bjarkar
- Bjorkurstykki, greinagerð með deiliskipulagi
- Lóðamynd með númerum, 2. áfangi
Einungis verður tekið á móti umsóknum með rafrænum hætti í gegnum ”Mín Árborg”
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021
Við úthlutun lóða verður farið eftir reglum um úthlutum lóða í Sveitarfélaginu Árborg, samþykktum í bæjarstjórn Árborgar 17. febrúar 2021.
