Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Veitur

Lýsing aðalskipulagsbreytingar | Austurbyggð 2

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhugaðri breytingu aðalskipulags í Sveitarfélaginu Árborg. 

Um er að ræða svæði sem afmarkast af Gaulverjabæjarvegi í austri, hesthúsahverfi í norðri og vestri, og fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í Austurbyggð 2 í suðri.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að stækka íbúðarsvæði Austubyggðar 2 á kostnað svæðis sem ætlað er fyrir hesthúsasvæði. Á svæðinu eru skilgreindar reiðleiðir og gönguleiðir sem koma til með að taka breytingum.

Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa og í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Opnunartímar:
Skrifstofa skipulagsfulltrúa Austurvegi 67 | virkir dagar kl. 08:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00
Ráðhús Árborgar Austurvegi 2 | virkir dagar kl. 09:00 - 16:00

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sömu stöðum, og á netfangið sigurdur.andres@arborg.is fyrir 17. júní 2020.

Aðalskipulagsbreyting | Austurbyggð 2

Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica