Fréttasafn

Nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla á Selfossi

Fræðslunefnd Árborgar hefur samþykkt að efna til nafnasamkeppni vegna nýs leikskóla í Engjalandi á Selfossi sem stefnt er að opna á vordögum 2021. 

Tillögu að nafni leikskólans skal skilað í tölvupósti á netfangið | skolathjonusta@arborg.is

Upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda þarf að koma fram. Verðlaun eru í boði fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.

Nafnasamkeppnin er öllum opin og eru íbúar á öllum aldri hvattir til að taka þátt. 

Frestur til að skila inn tillögum er til og með þriðjudeginum 9. júní 2020


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

3. júní 2020 : Breytt setning vinnuskóla Árborgar 2020

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning

Sjá nánar

2. júní 2020 : Slys í Sundhöll Selfoss

Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Tilkynning - Vinnuskóli Árborgar

Þann 8. júní hefja rúmlega 300 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Hjólabrettanámskeið á Selfossi

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til Hjólabrettanámskeiðs á Selfossi í Júní. Námskeiðið hefst laugardaginn 6. Júní 2020 og er 3 laugardaga í röð. Verið er að taka á móti skráningum núna og er námskeiðið mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica