Netkosning fyrir kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2021
Frístunda- og menningarnefnd sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og -karli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að vera áfram með netkosningu við kjörið. Þessi nýjung hefur gengið mjög vel og gefur hún áhugasömum tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif á hverjir eru valdir íþróttakona og -karl Árborgar 2021.
Það eina sem þarf að gera er að velja tvær íþróttakonur og tvo íþróttakarla eftir að smellt er á "KOSNING 2021" hér að neðan og staðfesta þitt atkvæði með því að ýta á hnappinn „Senda“ (fyrst koma upp íþróttakonurnar og síðan íþróttakarlarnir).
Netkosningin er opin út fimmtudaginn 16. desember nk. og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndarinnar þannig að sá/sú sem endar með flest atkvæði í hvorum flokki fær 18 stig, næst flest atkvæði gefa 15 stig, þriðja sætið gefur 12 stig, fjórða sætið gefur 9 stig og fimmta sæti 6 stig.
Hér er hægt að finna nánari upplýsingar: Kosning íþróttakonu og -karls Árborgar 2021
Nánar kynning á því íþróttafólki sem er tilnefnt má sjá hér að neðan.
Tilnefningar til kjörs íþróttakonu og -karls Árborgar 2021