Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Slys í Sundhöll Selfoss

Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Verklagsreglur í Sundhöll Selfoss eru skýrar, bæði í daglegum rekstri og í neyðartilvikum. Þær miða að því tryggja öryggi og velferð gesta, draga úr slysahættu og tryggja rétt viðbrögð þegar slys verða. 

Í kjölfar þessa hörmulega slyss verða allar öryggisreglur og ferlar rýndir, aðstæður og vinnulag. Sú athugun mun meðal annars beinast að því, hvers vegna maðurinn fékk ekki aðstoð fyrr en gestir laugarinnar komu auga á hann. Hann hafði þá verið 7 mínútur á botni innilaugar, þar sem börn voru að leik og fundu manninn. Þau börn sem urðu vitni af atvikinu fengu aðstoð í samræmi við áfallaáætlun sundlaugarinnar.

Sundhöll Selfoss þakkar öllum þeim sem komu að aðgerðum og ítrekar samúðarkveðjur sínar til aðstandenda.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica