Breyting á aðalskipulagi | Austurbyggð 2
Bæjarstjórn Árborgar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalaskipulagi Árborgar 2010-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 213/2010.
Skipulagssvæðið markast af hesthúsasvæði til norðurs, Gaulverjabæjarvegi til austurs, Austurhólum til vesturs og fyrirhugaðri legu Suðurhóla til suðurs. Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis í landi Dísarstaða um 5,8 ha. og samsvarandi minnkun hesthúsasvæðis.
Göngu- og hjólastígur, og reiðstígur á mörkum íbúðar- og hesthúsasvæðis færast og liggja á nýjum mörkum svæðanna. Reiðleið meðfram austurhólum verður felld niður.
Heimild er gefin fyrir tveimur nýjum aðkomum að íbúðarsvæðinu frá Austurhólum og/eða Suðurhólum sem útfærast nánar í deiliskipulagi.
Austurbyggð 2 - Aðalskipulagsbreyting | Íbúðarsvæði og hesthúsasvæði - tillaga
Austurbyggð 2 - Aðalskipulagsbreyting | Greinagerð - tillaga
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi, frá og með 27. janúar nk. til 10. mars 2021 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b í Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 10. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa á Austurveg 67 eða á netfangið skipulag@arborg.is
Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson | Skipulagsfulltrúi Sveitarfélags Árborgar