Nýtt deiliskipulag fyrir lóð undir verslun- og þjónustu og stækkun Jötunheima
Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustulóð að Norðurhólum 5 og möguleika á stækkun á leikskólanum Jötunheimar.
Í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar hefur staðið til lengi að klára skipulag fyrir verslunar- og þjónustulóð að Norðurhólum 5 á Selfossi. Um er að ræða 5.156 m2 lóð með möguleika á 2.800m2 byggingu ofanjarðar og 1.000m2 til viðbótar sem kjallara.
Í skipulaginu er gert ráð fyrir góðu aðgengi að lóðinni með göngu- og hjólastígum ásamt rúmgóðu bílastæði.
- Deiliskipulag fyrir Norðurhóla 3 og 5 á Selfossi
- Deiliskipulag Suðurbyggðar við Nauthaga á Selfossi - Heildarsvæðið
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að bjóða út byggingarrétt á lóðinni og er áætlað að hún verði auglýst á næstu vikum.
Leikskólinn Jötunheimar er sex deilda leikskóli í dag
Með nýju skipulagi gefst svigrúm til að stækka leikskólann ásamt útisvæði upp í tólf deildir. Umrædd stækkun hefur verið til skoðunar í samráði við fagaðila og er talin spennandi valkostur.
Stækkun leikskólans skapar tækifæri til að nýta stoðrými og mannauð betur en um leið halda faglegri þjónustu.