Þjónustusamningur við Körfuknattleiksfélag Selfoss 2025
Sveitarfélagið Árborg og Körfuknattleiksfélag Selfoss hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Það voru Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Guðbjörg Bergsveinsdóttir, formaður Körfuknattleiksfélags Selfoss sem skrifuðu undir samninginn sem gildir út árið 2025.
Um er að ræða samning sem felur í sér mánaðarlegar greiðslur til þess að styðja við rekstur félagsins.
Þá var skrifað undir samning til stuðnings körfuknattleiksakademíunni sem rekin er af körfuknattleiksfélaginu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sá samningur mun gilda næstu fimm skólaárin.