Þjónustusamningur við Skátafélagið Fossbúa endurnýjaður
Áfram halda undirskriftir þjónustusamninga en sveitarfélagið Árborg hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við Skátafélagið Fossbúa til eins árs.
Það voru þau Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir, félagsforingi Fossbúa sem skrifuðu undir samninginn sem gildir út árið 2025.
Um er að ræða þjónustusamning sem felur í sér styrk til reksturs félagsins og auk þess sem Fossbúar taka að sér hin ýmsu verkefni á samningstímanum. Verkefni sem félagið tekur að sér er til að mynda umsjón með sumardeginum fyrsta auk þátttöku í 17. júní hátíðarhöldum á Selfossi. Þá taka þau einnig þátt í fjölskylduvöku í október og fjölskyldugöngu sem farin er í Hellisskógi í desember.