Uppskeruhátíð Árborgar 2025
Miðvikudaginn 7. janúar kl. 19:30 verður uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar haldin hátíðleg á Hótel Selfossi þar sem íþróttafólk verður heiðrað fyrir árangur sinn á árinu 2025.
Á hátíðinni fær framúrskarandi íþróttafólk úr sveitarfélaginu viðurkenningar fyrir árangur á árinu 2025, hvatningarverðlaun nefndarinnar verða veitt og loks verður tilkynnt um úrslit í vali á íþróttamanneskjum sveitarfélagsins fyrir árið 2025.
Öll velkomin á Hótel Selfoss kl. 19:30 að fagna með okkar kröftuga íþróttafólki í Sveitarfélaginu Árborg.
