Útboð á byggingarrétt
Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst byggingarrétt til sölu fyrir nýjar lóðir í tveimur spennandi hverfum.
Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst byggingarrétt til sölu fyrir nýjar lóðir í tveimur spennandi hverfum, Móstekkjunum og Norðurhólum, og býður áhugasömum að sækja um til að byggja upp á þessum svæðum.
Um er að ræða ný byggingartækifæri sem henta þeim sem vilja taka þátt í þróun ört vaxandi byggðar í Árborg
Lóðirnar eru staðsettar á vinsælum svæðum og eru hugsaðar sem viðbót við þegar byggt svæði með fjölbreyttri íbúðabyggð, þar sem stefnt er að því að skapa lifandi samfélag með blöndu af verslun, þjónustu og íbúðum, því er um að ræða kjörið tækifæri fyrir verktaka og byggingaraðila.
Frekari upplýsingar um hvort svæði fyrir sig má nálgast í tengingunum hér að neðan.