Auglýsing

um breytingu á gjaldskrá Selfossveitna, nr. 210/2008.

Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967 hefur ráðuneytið staðfest eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Selfossveitna er öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Gjaldskrá Selfossveitna, nr. 210/2008 breytist þannig: 

1. hluti hljóðar svo:

1. HLUTI
Sölutaxtar, stofngjöld og innheimta.

I. Sölutaxtar.
Verð er án virðisaukaskatts.
I.a Afnot af heitu vatni.
 Almennir taxtar Einingar Grunngjald kr. 
 H.1 Heitt vatn um rennslismæli
 
  Heimilikr./m3178,6 
  Fastagjald kr./ár 21.321
 H.2 Heitt vatn um rennslismæli  
  Stórnotendur >" kr./m3 178,6
  Fastagjald kr./ár 30346
 Sértaxtar   
 H.5 Heitt vatn um hemil  
  Heitt vatn um hemilkr./mínl/ár 49.576 
  Fastagjald kr./ár 30.346
 H.6 Heitt vtn um rennslismæli  
  Almenningssundlaugar  
  Sumar 1. maí -30. september kr./m3 90,1
  Vetur 1. október-30. apríl kr./m3108,5 
  Fastagjald kr./ár53.440 


II. Stofngjöld hitaveitu. 

    Almennt verð heimlagna gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verðið gildir ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags, t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna. Húseigandi sem óskar eftir breytingu eða færslu á inntaksbúnaði eða inntaksstað ber af því allan kostnað. Sama gildir um tímabundna aftengingu. 

    II.a. Þéttbýlisstaðir, Eyrarbakki, Selfoss og Stokkseyri. Neðangreint verð gildir þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 30 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Stærð heimæðar fyrir almenna upphitun tekur mið af rúmmáli húsnæðis en stærð heimæðar fyrir aðra notkun ákvarðast af tilgreindri vatnsþörf í umsókn. Virðisaukaskattur reiknast 11% á heimæðagjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heimæðagjöld til annarra nota. 

  Grunngjald kr.
Heimæð, DN 20 stál eða PEX-25  403.863
Heimæð, DN 25 stál eða PEX-32 593.405
 Heimæð, DN 32 stál eða PEX-40 677.348
 Heimæð, DN 40 stál eða PEX-50 810.962
 Heimæð, DN 50 stál1.343.706 
 Heimæð, DN 65 stál 2.216.357


             Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðagjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af heimæðagjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri heimæða en 65 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu. 

                                Frostálag á grunngjald: 20%
                                Kostnaður vegna ókláraðs lagnaskurðs: 20.000 kr.

                                II. b. Holtabyggð, Tjarnabyggð, byggð við Votmúlaveg og bæir austan við Stokkseyri. 

            Neðangreint verð gildir þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 70 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Stærð heimæðar fyrir almenna upphitun tekur mið af rúmmáli húsnæðis en stærð heimæðar fyrir aðra notkun ákvarðast af tilgreindri vatnsþörf í umsókn. Virðisaukaskattur reiknast 11% á heimæðagjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heimæðagjöld til annarra nota. 

 Grunngjald kr. 
 Heimæð, DN 20 stál eða PEX-25 937.134
 Heimæð, DN 25 stál eða PEX-32 1.875.732


             Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðagjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðst 10% af heimæðagjaldi viðkomandi málstærðar í þéttbýli. Kostnaðarverð stærri heimæða en 25 mm stál/32 mm PEX er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu. 

            Frostálag á grunngjald: 20% 

            II.c. Bráðabirgðatengingar. 

  Grunngjald kr.
 Bráðabirgðatenging DN 20 eða PEX-25 124.578


            Verðið gildir fyrir tengingu við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk ásamt einni tengigrind. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu er hún gjaldfærð í samræmi við raunkostnað. 

            III. Innheimta og lokanir. 

 Kr. 
 Innheimtugjald1.865 
 Lokunargjald 8.132
 Aðstaða ekki fullnægjandi 20.000

             Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilmála 2021 og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður sem tilgreindur er í töflu hér að ofan. 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 12. desember 2023. 

F. h. r. 

Ólafur Darri Andrason. 

____________________
Hreinn Hrafnkelsson.

 __________ 

B-deild – Útgáfudagur: 29. desember 2023


Þetta vefsvæði byggir á Eplica