Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23. júlí 2024

Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breytingar II. á ASK 2024 – Tillaga

Samkvæmt 30. gr. með vísan í 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt eftirfarandi skipulagstillaga:

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 11.7.2024 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2020-2036 á Selfossi. Breytingin er samþykkt í samræmi við 30, og 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010 .

Breytingin felur m.a. í sér að austurvestur flugbrautin á Selfossflugvelli er stytt svo hún sé aðeins á landi í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en ekki á landi í einkaeigu. Sömuleiðis er opna svæðið OP1 minnkað og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt til samræmis. Landbúnaðarland L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.

Breytingar eru eftirfarandi:

  1. Selfossflugvöllur. Vesturbraut flugvallarins er stytt, tekin er út sá hluti hennar sem er á landi í einkaeigu. Hindranaflötum er breytt til samræmis.
  2. Opið svæðið OP1 er minnkað norðan Selfossflugvallar og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins.
  3. Landbúnaðarsvæði L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.
  4. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt og aðlöguð að breyttri afmörkun Selfossflugvallar og opins svæðis.
  5. Kjallarar á Selfossi. Heimilt verður að vera með bílakjallara á Selfossi og gildir það líka um flóðasvæði, en kjallarar á slíkum svæðum skulu uppfylla tiltekin skilyrði.
  6. Lóðin Austurvegur 20 verður öll miðsvæði. Í dag er um helmingur hennar samfélagsþjónusta.

Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum.
Gerð er breyting á greinargerð og uppdráttum:
Gildandi og breyttur aðalskipulagsuppdráttur fyrir Selfoss, í mkv. 1:10.000. Ásamt breyttum uppdrætti fyrir dreifbýli í mkv. 1:50.000. Greinargerð með forsendum og umhverfismatsskýrslu.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í kynningu frá 17. júlí til og með 8. ágúst 2024

Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 8. ágúst 2024, til að skila inn til skipulagsfulltrúa runarg@arborg.is, eða á skipulag@arborg.is.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

 Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica