Árbakki og Austurvegur 65 | Deiliskipulagsbreyting
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 15. desember 2021 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Árbakka og Austurvegar 64, á Selfossi, í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Árbakki í landi Laugardæla og Austurvegur 65 | Deiliskipulagsbreyting
Árbakki í landi Laugardæla og Austurvegar 65 | Greinargerð
Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi, bæði að vestan og austan.
Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 24 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð.
Meginmarkmið deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið er að mæta eftirspurn fyrir íbúðir í Árborg með því að þróa þar aðlaðandi og eftirsóknarverða byggð sem tekur mið af landkostum og þeirri staðreynd að svæðið verður í beinum tengslum við útivistarsvæði og ósnortna náttúru, samhliða því að ná fram sem bestri nýtingu svæðisins og skapa þannig hagstæðar fjárhagslegar forsendur fyrir uppbyggingu og rekstur. Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum.
Meginhluti bygginga á breyttu skipulagssvæði verða 1-2 hæða sérbýli (einbýlishús, parhús og raðhús). Á norðvesturhluta svæðisins verða 3-5 hæða fjölbýlishús. Hús sem standa sem næst óhreyfðu landi að Ölfusá mynda lágreista stakstæða einnar hæðar byggð. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Auk íbúðanna er gert ráð fyrir fyrir leikskóla á svæðinu, íbúðum fyrir eldra fólk auk þess að gert er ráð fyrir einu sambýli.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 22.12.2021 til og með 2.2.2022. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2.2.2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.
Virðingarfyllst
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi