Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20. júní 2024

Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 12.06.2024 tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Arnberg L162959 á Selfossi, sem tekur til allrar starfsemi lóðarinnar sem tilheyrir að mestu leyti Olís, sem rekur verslun, sölu á eldsneyti og olíum auk þess sem rafhleðslustöð er innan lóðarinnar. 

Deiliskipulagstillagan tekur til þeirra bygginga/viðbygginga og starfssemi innan lóðar, auk áforma um byggingar bílaþvottastöðvar sem verður staðsett nánast í sama grunnplani og núverandi þvottaplan austast í lóðinni.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á slóðinni www.skipulagsgatt.is.

Skipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 19. júní 2024 til og með 31. júlí 2024.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. júlí 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica