Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10. október 2024

Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna athugasemda við eftirfarandi deiliskipulagstillögu:

Bókun Bæjarstjórnar Árborgar 2.10.2024:

Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl., liður 7. Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959.

Lögð er fram tillaga að nýju eftir athugun Skipulagsstofnunar dags. 9.9.2024, fyrir lóðina Arnberg L162959 á Selfossi. Skipulagsstofnun bendir á í yfirferð sinni að leggja þurfi fram mat á umhverfisáhrifum tillögunnar til samræmis við gr. 5.4 í skipulagsreglugerð, m.t.t sjónrænna áhrifa og mögulegrar mengunar þvottastöðvar. Þá er bent á skörun í afmörkun deiliskipulags við deiliskipulag Fossness frá 2007. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umhverfismat Ask Arkitekta dags. 18.9.2024 og uppfærðan uppdrátt dags. 18.9. 2024, og mælist til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja uppfærðan uppdrátt Ask arkitekta auk umhverfismats, og fela skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og í B-deild Stjórnartíðinda. Þá leggur nefndin til að í framhaldinu verið farið í að skoða þá skörun á aðliggjandi deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir umhverfismat Ask Arkitekta dags. 18.9.2024 og uppfærðan uppdrátt dags. 18.9. 2024 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn tekur bæjarráð undir að í framhaldinu verið farið í að skoða þá skörun á aðliggjandi deiliskipulagi. Bragi Bjarnason, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, tóku til máls. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica