12. september 2019

Auglýsing – Tillaga deiliskipulags Vattar og Vattar 2 í Sveitarfélaginu Árborg

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti 20. mars 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi landskikanna Vöttur og Vöttur 2 í Sveitarfélaginu Árborg samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða deiliskipulag landskikanna Vöttur, 30268 m2 og Vöttur 2, 12738 m2 að stærð sem eru staðsettir við Votmúlaveg nr. 310 og voru áður hluti af landinu Votmúli 1. Aðkoma að landskikunum er sú sama og að Votmúla 1.

Einn byggingareitur er á hvorum landskika. Innan byggingareita er heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhúsnæði ásamt sambyggðri eða stakstæðri bílgeymslu. Heildarflatarmál íbúðarhúss og bílgeymslu má vera samanlagt að hámarki 400 m2.

Auk þess er heimilt að byggja allt að 100 m2 gestahús og 60 m2 gróðurhús fyrir heimaræktun. Íbúðarhús má vera 2 hæðir með hámarks mænishæð 8.8 m og vegghæð 6.0 m. Á skikanum Vöttur 2 er heimilt að byggja allt að 300 m2 landbúnaðarbyggingu með hámarks mænishæð 8.5 m og vegghæð 6.0 m. Nýtingarhlutfall Vattar er 8% og Vattar 2 7%.

Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar, mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá 12. september 2019 til 24. október 2019. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 24. október 2019 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Á sama tíma eru teikningar, greinargerð og skilmálar til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna.

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingarfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica