Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19. ágúst 2020

Auglýsing um deiliskipulagstillögu í landi Jórvíkur 1 á Selfossi

Samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi í landi Jórvíkur 1 á Selfossi.

Deiliskipulagsbreyting | Jórvík 1

Deiliskipulagsbreyting - greinargerð | Jórvík 1

Deiliskipulagsbreyting - skýringaruppdráttur | Jórvík 1

Um er að ræða svæði sem markast af Suðurhólum til norðurs, jörðinni Fossmúla til austurs, og landi Björkur til vesturs. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð. 

Fyrirhugað er að íbúðarbyggðin verði með blönduðum húsagerðum, með um 290 íbúðum á 63 lóðum. Markmið skipulagsins er að mæta fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, skapa samfellt byggðamynstur og tryggja góðar samgöngur fyrir alla hópa samfélagsins.

Uppdrættir ásamt greinargerð og skilmálum vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Opnunartímar er á virkum dögum kl. 08:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00.

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á staðnum, og á netfangið skipulag@arborg.is fyrir 30. september 2020.

Virðingarfyllst,

Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica