24. febrúar 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Austurbyggð II

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi lýsingar deiliskipulagsáætlana.

Austurbyggð II – Lýsing deiliskipulags

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2021 að kynna lýsingu deiliskipulags fyrir Austurbyggð II. Fyrirhugað deiliskipulag tekur til reits N13 fyrir íbúðabyggð í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Svæðið er sunnan hesthúsahverfis og austan við Austurhóla sem liggur frá Langholti að Suðurhólum. Skipulagssvæðið er um 20 ha að stærð. Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar íbúða í Árborg og svara þannig vaxandi eftirspurn eftir íbúðarlóðum innan sveitarfélagsins.

Deiliskipulag íbúðarbyggðar | Austurbyggð II

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagslýsingar, mál 1-2 eru í kyningu frá 24.02.2021 til og með 17.03.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 17.03.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica