Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24. febrúar 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Eyravegur 26-30

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi lýsingar deiliskipulagsáætlana.

Eyravegur 26-30, Selfossi – Lýsing deiliskipulags

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2021 að kynna lýsingu deiliskipulags fyrir Eyraveg 26-30. Fyrirhugað deiliskipulag tekur til lóðanna Eyravegur 26-30 sem skv. gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 geta verið hvort heldur sem athafna- verlunar og þjónustu-, stofnana- eða íbúðasvæði. Með deiliskipulaginu er verið að þétta þá íbúðabyggð sem fyrir er í miðbæ Selfossog um leið nýta óbyggðar lóðir til hagsbóta fyrir íbúa og sveitarfélag.

Deiliskipulag | Eyravegur 26 - 30

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagslýsingar, mál 1-2 eru í kynningu frá 24.02.2021 til og með 17.03.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 17.03.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica