Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12. maí 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Hjalladæl og Túngata norðanverð, Eyrarbakka

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Hjalladæl og Túngata norðanverð, Eyrarbakka – Deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hjalladæl og Túngötu norðanverða og á Eyrarbakka. Tillagan tekur til um 6 ha. svæðis. Skipulagið nær til núverandi húsa norðan Túngötu og gerir ráð fyrir framlengingu á Hjalladæl. Hún er lengd um 330 m til vesturs og um 140 m til austurs. Við það verða til 6 nýjar lóðir fyrir þriggja íbúða raðhús og 10 lóðir fyrir parhús, eða samtals 38 íbúðir. Skilgreindar eru lóðir og byggingarreitir á lóðum norðan Túngötu á milli lóða nr. 20 til 66 og gert grein fyrir byggingarmagni á þeim lóðum.

Hjalladæl og Túngata norðanverð, Eyrarbakka – Deiliskipulag

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 12.05.2021 til og með 23.06.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 23.06.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica