Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12. maí 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Vöttur

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Vöttur – Deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vött. Tillagan var áður auglýst með athugasemdafresti til 24. október 2019, en vegna tímafresta er hún hér auglýst að nýju. Tillagan tekur til landskikana Vöttur og Vöttur 2 sem staðsettir eru við Votmúlaveg. Einn byggingarreitur er á hvorum landskika. Innan byggingarreita er heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús ásamt sambyggðri eða stakstæðri bílgeymslu. Heildarflatarmál íbúðarhúss og bílgeymslu má vera samanlagt 400 m². Auk þess er heimilt að byggja allt að 100 m² gestahús og 60 m² gróðurhús. Á lóðinni Vöttur er heimild til byggingar landbúnaðarbyggingar allt að 1.800 m² og á lóðinni Vöttur II er heimild til byggingar landbúnaðarbyggingar allt að 300 m².

Vöttur | Deiliskipulag

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. 

Deiliskipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 12.05.2021 til og með 23.06.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 23.06.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica