Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14. mars 2024

Breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 | Breyting á legu Selfosslínu 1

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. með vísan í 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er til kynningar eftirfarandi aðalskipulagsbreyting: 

Ráðgjafafyrirtækið Efla, í samráði við Landsnet og sveitarfélögin Flóahrepp og Árborg, leggur fram tillögu að breyttu Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, á legu Selfosslínu 1, sem er kynnt hér, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagalaga nr.123/2010. 

Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, hefur verið kynnt almenningi frá 8. febrúar 2024, til og með 29. febrúar 2024. Samhliða var lýsing kynnt vegna sambærilegrar breytingar á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017 - 2029. 

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 

  • Skipulagsstofnun
  • Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
  • Land og Skógur
  • Minjastofnun Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Veðurstofu Íslands
  • Vegagerðinni
  • Umhverfisstofnun

Umsagnir voru allar jákvæðar, en þó bendir Vegagerðin á að samráð skulu haft við hugsanlega legu strengs meðfram vegum og fjarlægð frá vegum. 

Tillagan er lögð fram til kynningar í 3 vikur, 30. gr. skipulagalaga nr. 123/2010, áður en Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hana til auglýsingar. 

Umfang breytingar: 

Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarð-strengur. Nýr jarðstrengur mun í megindráttum liggja um Larsenstræti og fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3 km. 

Framkvæmdinni verður áfangaskipt. Í fyrsta áfanga verður línan tekin niður frá tengivirki að mastri nr. 114. Síðari áfangar byggja á tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá en línan verður hengd í brúna. Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. 

Breytingin nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Breytingin nær einnig til dreifbýlis í Flóahreppi og samhliða er gerð breyting á aðalskipulagi Flóahrepps þar sem línan er sett í jörð. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar gildandi aðalskipulags. 

Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar um matsskyldu, sbr. tl. 13.02 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin matstilkynning og send til Skipulagsstofnunar. 

Stefna: 

Liggur milli tengivirkis á Selfossi og Ljósafossstöðvar. Heimilt er að setja línuna í jörð frá tengivirki á Selfossi að sveitarfélagsmörkum vestan við mastur nr. 99, sem er rétt norðan Hellisskógar og innan sv.félagsins Ölfus.

Núverandi háspennulína verður tekin niður og öll ummerki fjarlægð. Strengurinn kemur til með að liggja um nýja brú á Ölfusá. Stærð strengs getur verið allt að 132 kV. Við nákvæma útfærslu og hönnun á staðsetningu strengs er heimilt að hnika honum lítillega til. Vanda skal frágang að loknum framkvæmdum og eftir atvikum nýta gróðurtorfur til þess. 

Helgunarsvæði jarðstrengs er alls 10 m. Heildarlengd strengs frá tengivirki á Selfossi að sveitarfélagsmörkum við Ölfus er um 3 km, þar af eru um 1,9 km í Árborg.

Valinn kostur: 

Selfosslína 1 verður sett í jörð og getur verið 132 kV. Ýtarleg skoðun á mögulegri legu hefur farið fram, í samráði við sveitarfélagið. Liggur strengurinn suður frá spennistöð, meðfram Larsenstræti og norður með Gaulverjabæjarvegi. Yfir Suðurlandsveg við hringtorg og áfram til norðurs austan nýs vegar sem verður austan Austurvegar 69. Strengurinn mun liggja um Laugardælaland, austan nýs Suðurlandsvegar og yfir nýja brú á Ölfusá, og um Hellisskóg að sveitarfélagamörkum við mastur nr. 99. Hluti strengleiðar er í Flóahreppi.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. 

Skipulagstillaga er í kynningu frá 13. mars 2024, til og með 3. apríl 2024. 

Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 3. apríl 2024, til að skila inn til skipulagsfulltrúa, runarg@arborg.is, eða á skipulag@arborg.is

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica