Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4. maí 2022

Breyting á gildandi deiliskipulagi | Byggðarhorn Búgarðar

Í samræmi við 43. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi lóða í Byggðarhorni, Árborg.

Deiliskipulagið var upphaflega staðfest í B-deild Stjórnartíðinda nr. 482, 16. maí 2007 og hafa tvær deiliskipulagsbreytingar verið staðfestar síðan; þann 13.12.2007 og 12.05.2014. 

Áformuð breyting nú er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010 - 2030, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarbyggðar og landbúnaðar, svokallaðri búgarðabyggð. Breyting þessi stuðlar að áframhaldandi uppbyggingu íbúðarbyggðar í Byggðarhorni, með stórum íbúðarlóðum. Lóðarstærðir samræmast viðmiðum sem fram koma í aðalskipulagi Árborgar. Deiliskipulagsbreytingin nær til sjö lóða, nr. 5, 9, 13, 15, 17, 19 og 50. Lóðum 5, 9 og 13 er skipt upp í 3 lóðir og lóðum 15, 17 ,19 og 50 er skipt upp í 2 lóðir. 

Heimilt er að byggja eitt íbúðarhus á hverri lóð eftir breytingu. Fyrir breytingu var fjöldi íbúðarhúsa á þessum lóðum samtals 14 talsins en verður eftir breytingu 17 talsins og fjölgar því um 3 hús. Á öðrum lóðum haldast ákvæði óbreytt um fjölda íbúðarhúsa á hverri lóð.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 4. maí 2022 til og með 15. júní 2022.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 15. júní 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
f.h. Antons Kára Halldórssonar, skipulagsfulltrúa
Rúnar Guðmundsson, fulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica