Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7. mars 2023

Deiliskipulag | Litla Hraun

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjón Árborgar samþykkti á fundi sínum 1. mars, samræmi við 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á lóð Litla-Hrauns. 

Stærð lóðar er um 6,4 ha. Í gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 er svæðið skilgreint sem samfélagsþjónusta. 

Megin forsendur og markmið deiliskipulags fyrir svæðið, er að bæta aðstöðu vistmanna og starfsfólks, auk þess að bæta ásýnd svæðisins með lagfæringum og endurbótum á núverandi byggingum og nýrra bygginga auk endurskipulagningar lóðar með auknum gróðri, stígagerð og íþróttavalla. 

Þá verða skilgreindir 8 nýir byggingarreitir sem ýmist eru tengingar við núverandi byggingar eða eru stakstæðir. Þá er gert ráð fyrir einni nýrri aðkomu inn á lóð, auk aðkomu slökkviliðs.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 8. mars til og með 19. apríl 2023.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 19. apríl 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica