Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6. nóvember 2023

Deiliskipulagsbreyting | Austurvegur 65 Selfossi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 1. nóvember 2023, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, tillögu að breytingu deilliskipulags fyrir Austurveg 65, á Selfossi. 

Í gildi er deiliskipulag, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar og staðfest í B-deild stjórnartíðinda 12 jan. 2005 ásamt síðari breytingum. 

Breyting felst í að byggingarreitur er stækkaður til suðurs. Með breytingunni er verið að stækka byggingarreit vegna fyrirhugaðra stækkunar á framleiðslurýmum.

Breytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafresti frá 8. nóvember, til og með 20. desember 2023.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 20. desember 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica