Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15. desember 2023

Deiliskipulagstillaga | Hjalladæl - deiliskipulag íbúðabyggðar, Eyrarbakka

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023, tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis við Hjalladæl á Eyrarbakka. 

Afmörkun deiliskipulagstillögu tekur til um 6 ha svæðis þ.e. núverandi byggð norðan Túngötu 20 - 66 og svæði í framhaldi af Hjalladæl, bæði til austurs og vesturs. Gert er ráð fyrir að Hjalladæl lengist til vesturs að Bárðarbrú og einnig til austurs. Stór hluti byggðar norðan Túngötu er án deiliskipulags og skipulaginu er ætlað að ná yfir núverandi byggð sem og nýja fyrirhugaða byggð. 

Tillagan gerir ráð fyrir að til verði 5 nýjar lóðir fyrir þriggja íbúða raðhús, 8 lóðir fyrir parhús og 6 lóðir fyrir einbýlishús, þ.e. 15 íbúðir í raðhúsum, 16 íbúðir í parhúsum og 6 íbúðir í einbýlishúsum, samtals 37 nýjar íbúðir. Þá eru skilgreindar lóðir og byggingareitir á lóðum norðan Túngötu á milli lóða nr. 20 til 66 og gerð grein fyrir byggingarmagni á þeim lóðum, í töflu 1.1. á uppdrætti. 

Í gildi eru skv. skipulagsvefsjá Skipulgsstofnunar tvö eldri deiliskipulög á skipulagssvæðinu (skv yfirlitsmynd 02, á updrætti). Hið fyrra er deiliskipulag Svæðis 2 (gul brotin lína) sem samþykkt var í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps 13. maí 1989 og hið síðara (appelsínugul brotin lína) er deiliskipulag fyrir Hjalladæl, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 14. Júlí 2004. Bæði þessi deiliskipulög falla úr gildi við gildistöku nýrrar deiliskipulagstillögu. 

Búið er að byggja á flestum lóðum tveggja eldri deiliskipulaga sem nefnd eru hér að framan ef undan er skilið tvær vestustu lóðirnar norðan Túngötu á Svæði 2.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 20. desember, til og með 31. janúar 2024

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31. janúar 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica