Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23. janúar 2024

Deiliskipulagstillaga | Reyrhagi 2 - 20 - Deiliskipulag íbúðabyggðar

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 17. janúar 2024, deiliskipulagstillögu fyrir götumyndina Reyrhaga 2-20 á Selfossi. 

Meginmarkmið tillögunnar er að ná utan um götumynd og þá sérstaklega auða lóð, með það að markmiði að þétta byggð og skapa heildstæða götumynd í þegar byggðum hverfum. 

Lóðin Reyrhagi 8, er 584m2 að stærð. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja á umræddri lóð allt að 172,5m2 einbýlishús, með eða án bílskúrs, og er þá miðað við nýtingarhlutfallið 0.3. Mesta leyfilega vegghæð verður 4m og hámarksmænishæð 6m. 

Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillaga er auglýst með athugasemdafresti frá 24. janúar, til og með 6. mars 2024

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. mars 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica